Færslur: 2011 Janúar

31.01.2011 17:12

Loðnu veiðar um borð i Jónu Eðvalds SF 200


                                 Jóna Eðvalds SF 200 © mynd Þorgeir Baldursson

                                 Loðnuveiðar 2011© Mynd Svafar Gestsson 2011

                                      Jökull og Kiddi © mynd Svafar Gestsson 2011

                                  Trollpokinn á siðunni © Mynd Svafar Gestsson 2011

                                 Skipverji á Jónu Eðvalds © Mynd Svafar Gestsson 2011
Hérna kemur smá myndasyrpa sem á Svafar Gestsson Vélstjóri á Jónu Eðvalds SF sendi mér en skipið er nú á landleið með um 500 tonn sem að tekin voru i nót og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin á myndunum með ósk um áframhaldandi góða veiði

28.01.2011 20:00

Loðnuskip með fullfermi


                                            Hilmir Su © mynd þorgeir Baldursson                                            Arnþór EA 16 © Mynd þorgeir Baldursson

                            Hólmaborg SU 11© mynd þorgeir Baldursson
Nokkur loðnuskip á siglingu undir farmi

28.01.2011 19:26

Hvaða skip er hér á ferð

Nú er spurt hvaða skip er þetta og hvar er það gert út i dag

27.01.2011 07:34

Simavinir á sjó


     Úlfar Hauksson © mynd Þorgeir Baldursson 2011

      Höskuldur V Jóhannessson © mynd þorgeir Baldursson 2011
svona er island i dag Gemsar og nettengingar um borð i hverri fleytu og ekki hægt að fara frá bryggju nema allt sé klárt  mikil er sú breyting að bara geta sent tölvupóst til aðstanenda eða fengið skilaboð að heimann ef að eitthvað bjátar á

26.01.2011 19:37

Leikur að birtu


                                 Siglt út Eyjafjörð © Mynd þorgeir Baldursson 2011

                                      Horft inn Eyjafjörðinn © mynd þorgeir Baldursson
Það eru oft skemmtileg birtu skilyrði sem að myndast seinni part dags þegar rökkva tekur og þá nást svona skemmtilegar myndir hérna er Sólbakur EA 1 á útleið i vikunni

25.01.2011 19:50

2710- Bliki EA 12 á Eyjafirði


                                  2710- Bliki EA 12 © Mynd þorgeir Baldursson 2011
Bliki Ea var á siglinu á Eyjafirði um kl 17 i dag á leið til Akureyrar þegar myndin er tekin enda var orðið dimmt en með þvi að hækka iso stillinguna var hægt að föndra svolitið við hana og svo kemur mynd af honum sem að er tekin 2009 á Dalvik er bara þokkalega sáttur við þær

                                     Bliki EA 12 © mynd þorgeir Baldursson 2009

23.01.2011 07:13

6874-Friður EA 54 á siglingu á Eyjafirði


                                     6874-Friður EA 54 © mynd þorgeir Baldursson 2010

                                       Friður EA 54 © Mynd þorgeir Baldursson 2010

                               Friður EA © Mynd þorgeir Baldursson 2010
Hún er glæsileg Friðan hans Bjarna Bjarnassonar eftir lenginu hjá Baldri á Hliðarenda það eru nú talsverð annað að fara af Súlunni EA 300 sem að gekk rúmar 10 milur og niður á litinn smábát sem að gengur 26-28 milur á klukkustund hvað finnst ykkur lesendur góðir mér finnst báturinn samsvara sér mjög vel eftir þessar breytingar

22.01.2011 19:13

Kælismiðjan Frost setur nýtt frystikerfi i norskan togara


laugardagur 22.jan.11 14:56
Togarinn Havtind sem norska fyrirtækið keypti frá Grænlandi.
Togarinn Havtind sem norska fyrirtækið keypti frá Grænlandi.
Hérna koma upplýsinar um skipið og fyrri nöfn

Vessel's Details

Ship Type: Fishing
Year Built: 1997
Length x Breadth: 60 m X 13 m
DeadWeight: 700 t
Speed recorded (Max / Average): 13.8 / 12.1 knots
Flag: Norway [NO] 
Call Sign: LCMP
IMO: 9164304, MMSI: 259707000

Vessel's NameFlagCall SignLast Reported
HAVTINDNorwayLCMP2011-01-23 22:36
POLAR AMAROQGreenlandOZMA2010-12-27 14:37

Kælismiðjan Frost hefur samið um uppsetningu á nýju frystikerfi í togarann Havtind, sem norska útgerðarfyrirtækið Norland Havfiske var að kaupa frá Grænlandi. Áður hafði Frost selt allan búnað til verksins. Núverandi freonkerfi R22 verður skipt út og nýtt ammoníakskerfi sett í þess stað.
 

Guðmundur Hannesson sölu- og markaðsstjóri Kælismiðjunnar Frosts segir að togarinn hafi stundað rækjuveiðar en fari til bolfiskveiða eftir breytingarnar. Hann segir að þetta nýja kerfi afkasti 65-70 tonnum í heilfrystingu á sólarhring. Verkið verður unnið á Akureyri og er skipið væntanlegt til Akureyrar í næstu viku en áætlað er að því ljúki í byrjun maí.

Havtind er annar togarinn sem Frost breytir fyrir þessa norsku aðila og þriðji norski togarinn sem Frost breytir á einu ári. Auk nýs frystikerfis og frysta verða gerðar ýmsar lagfæringar og breytingar á skipinu. Einnig koma að þessu verki Slippurinn Akureyri, Rafeyri og 3X-stál á Ísafirði. Það verður því mikill fjöldi manna við vinnu í skipinu á Akureyri næstu mánuði en Guðmundur segir að heildarkostnaður við verkið sé um 370 milljónir króna.

Guðmundur segir að verkefnastaðan hjá Frost sé mjög góð en að þetta verkefni skipti fyrirtækið miklu máli í vetur. "Það er alveg ljóst að á meðan ríkisstjórnin ætlar að halda íslenskum sjávarútvegi í gíslingu, þá skapast fá verkefni hér innanlands. Við köllum eftir því að þeir sem hér stjórna, axli sína ábyrgð og fari að gera eitthvað. Þótt verkefnastaðan hjá okkur sé góð um þessar mundir er staðan almennt í landinu mjög léleg og það eru mörg fyrirtæki sem þjást vegna ástandsins. Það vantar ekki peninga í sjávarútveginn hér heima en á meðan þessi óvissa ríkir, halda menn að sér höndum. Við munum því halda áfram að reyna ná í enn fleiri erlend verkefni," segir Guðmundur.

Heimild Vikudagur.is

20.01.2011 16:11

Sveinn EA 204


                                  6645-Sveinn EA 204 © Mynd þorgeir Baldursson 2011
Stórvinur minn Hannes Kristjánsson var á veiðum á báti þeirra feðga Sveini EA á Eyjafirðinum þegar
við létum úr höfn siðastliðin þriðjudag en Hannes er skipstjóri á Odru ex Guðbjörg sem að dótturfyrirtæki Samherja gerir út það er talsverður stærðarmunur á þessum tveimur skipum annað um 3000 tonn og hinn um það bil 10 tonn en kallinum munar nú ekki mikið um það að stjórna þessum fleytum enda hagvanur á heimslóðinni

17.01.2011 22:17

Vilhelm þorsteinsson EA 11

     Flaggskip Samherja H/F   Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kom nú i kvöld til hafnar á Seyðisfirði með góðan afla alls um 1850 tonn af loðnu og voru um 48-50 stk i kilóinu 

16.01.2011 21:56

Norsk loðnuskip á vertið 2011

Umþað bil 6 norsk loðnuskip eru nú að veiðum norður úr Langanesi og veiðin verið þokkaleg talvert að sjá en ekki skilað sér eins vel aftur i pokann hérna koma myndir af þeim skipum sem að erum á veiðum þarna og voru þær fengnar af Ais staðsetningar búnaði sem að er hér til hægri á heimasiðunni 


16.01.2011 13:53

Hver er báturinn á myndinni



Hver er Báturinn á myndinni 

16.01.2011 00:28

Faxi RE 9

                                      Faxi RE 9  © Mynd Þorgeir Baldursson 
Faxi RE 9 á útleið frá Vopnafirði en skipið er i eigu Granda H/f og stundar 
Loðnu sild og makrilveiðar og landar  oftast á Vopnafirði

14.01.2011 18:44

Nýr vefur Fiskifrétta opnaður i dag

Fiskifréttir opnuðu i dag nýjan og endurbættan vef um sjávarútvegsmál
slóðin er www.fiskifrettir.vb.is og munu þar koma fram nýjar og ferskar fréttir
af veiðum og vinnslu i sjávarútvegi

14.01.2011 14:09

Aflaverðmætismet / Islandsmet


                                     Klakkur SH 510 © Mynd þorgeir Baldursson
 Klakkur SH 510 var með mest aflaverðmæti isfisktogara 2010 1.155.000.000 sem að mun vera Islandsmet aflinn var 5.287 tonn 

                                  38 skip fiskuðu fyrir meira en milljarð

Að minnsta kosti 38 íslensk skip fiskuðu fyrir meira en milljarð króna á nýliðnu ári, samkvæmt samantekt Fiskifrétta, og hafa þau aldrei orðið fleiri á einu ári. Til samanburðar má nefna að árið 2009 náðu 28 skip þessu marki.

Sjö skip veiddu fyrir meira en tvo milljarða króna á árinu 2010, þar af komst eitt þeirra, Vilhelm Þorsteinsson EA, yfir þrjá milljarða sem er einstakur árangur. Hin skipin sem fiskuðu fyrir meira en tvo milljarða voru Guðmundur í Nesi RE, Guðmundur VE, Huginn VE, Aðalsteinn Jónsson SU, Kleifaberg ÓF og Arnar HU. Um er að ræða fjögur uppsjávarskip og þrjá botnfiskfrystitogara.

Alls ellefu uppsjávarskip voru með meira en milljarð í aflaverðmæti á liðnu ári eða næstum helmingi fleiri en árið á undan. Sérstaka athygli vekur að Börkur NK, sem ekki vinnur afla sinn um borð, fiskaði fyrir 1.915 milljónir. Þá bar það til tíðinda að þrír ísfisktogarar komust yfir einn milljarð í aflaverðmæti,  Klakkur SH, Sólbakur EA og Björgúlfur EA.

Sjá nánar í Fiskifréttum lista yfir öll skipin sem komust yfir milljarð í aflaverðmæti 2010

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is